Annars hugar: Maó Alheimsdóttir
Eddu
Arngrímsgata 5
Reykjavík 107
Ísland
Maó Alheimdóttir heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 18. febrúar kl. 15–16. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Annars hugar.
Maó Alheimsdóttir skrifar á íslensku þó að móðurmál hennar sé pólska. Hún er með BA-próf í námsgreininni Íslenska sem annað mál með almenna bókmenntafræði sem aukagrein og er jafnframt með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Maó hefur einnig stundað nám í norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla í París. Handrit að skáldsögu hennar „Veðurfregnir og jarðarfarir“ hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021. „Veðurfregnir og jarðarfarir“ kom út árið 2024 og er fyrsta skáldsagan sem frumsamin er á íslensku af höfundi sem lærði íslensku á fullorðinsaldri. Verk eftir Maó hafa birst í tímariti Máls og Menningar, Heimildinni og verið flutt í Ríkisútvarpinu. Maó hefur undanfarið unnið að íslenskri þýðingu á ljóðum Rómaskálds Papúsza fyrir bók sem væntanleg er og verður gefin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Fornar lögbækur og dómar
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Dr. jr. Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrum dómari, mun fjalla um fornar lögbækur og gildandi lög í hádegisfyrirlestri í Eddu. Erindið er liður í fyrirlestraröð sem tengd er handritasýningunni Heimur í orðum.
Á sýningunni eru meðal handrita fornar lögbækur, t.a.m. lögbók úr Skálholti. Einnig eru á sýningunni þrjú lögbókarhandrit sem eru ólík að stærð og gerð. Allar varðveita þær lögbókina Jónsbók sem var samþykkt árið 1281. Jónsbók leysti þá af hólmi lögbókina Járnsíðu sem aðeins gilti í áratug. Réttarbætur komu síðan reglulega frá Noregskonungi og var bætt inn í bækurnar eftir þörfum. Jónsbók er sá texti sem varðveittur er í flestum íslenskum handritum enda gilti bókin að mestu fram á 17. öld og enn má finna stakar greinar úr Jónsbók í núgildandi lögum.
Í tilefni af því að þessi handrit eru nú til sýnis mun Dr. jr. Davíð Þór Björgvinsson flytja erindi í Eddu sem hann kallar:
„Fornar lögbækur og dómar“
Í erindinu mun hann fjalla um nokkra íslenska dóma, sem nýlega má telja, þar sem meðal annars er finna er tilvísanir í fornar lögbækur. Rætt verður um dómana og útskýrt hvernig þessar fornu réttarheimildir eru notaðar, á hvaða sviðum réttarins og hvaða þýðingu þær hafa fyrir úrlausn mála í samtímanum.
Dr. jr. Davíð Þór Björgvinsson hefur stundað nám í sagnfræði, heimspeki og lögfræði. Hann er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu en er nú prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Akureyri.
Ástuþing – málþing til heiðurs Ástu Svavarsdóttur sjötugri
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.30–15.30 verður haldið málþing í Eddu til heiðurs Ástu Svavarsdóttur, rannsóknardósents við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ásta á að baki langan og farsælan starfsferil sem fræðimaður og kennari. Á málþinginu munu samstarfsmenn og vinir stíga á stokk og flytja erindi sem tengjast Ástu og starfi hennar á Orðabók Háskólans og Árnastofnun.
Til máls taka:
Einar Freyr Sigurðsson
Eiríkur Rögnvaldsson
Guðrún Þórhallsdóttir
Halldór Guðmundsson
Höskuldur Þráinsson
Jón Hilmar Jónsson
Kristín Bjarnadóttir
Kristín Svava og Ása Bergný Tómasdætur
Kristján Árnason
Margrét Jónsdóttir
Að málþingi loknu býður Árnastofnun upp á léttar veitingar.
Jötnar hundvísir
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur fjallar um jötna og aðrar vættir.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.
Örnefni í Íslendingasögum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Emily Lethbridge heldur hádegisfyrirlestur um örnefni í Íslendingasögum.
Fjöldi örnefna í Íslendingasögunum tengjast persónum og atburðum. Skýringar sem fylgja örnefnum veita okkur innsýn í sköpunarferli þessarar bókmenntategundar. Sumar skýringar eru að öllum líkindum leifar af munnmælum (um nákvæman aldur þeirra liggur þó ekkert ljóst fyrir) en aðrar eru hugsanlega tilbúnar eða uppspunnar (og var landnámsfólk eða atburðir á þann hátt bókstaflega lesið upp úr landslaginu). Þegar samansafn örnefna með skýringum er skoðað koma ýmis mynstur í ljós; mynstrin geta gefið okkur vísbendingar um margt, ekki síst um samfélagsleg viðhorf og forsendur. Í þessum fyrirlestri verður reynt að greina og lesa út úr örnefnaskýringum í sögunum þar sem athyglinni er sérstaklega beint að örnefnum sem tengjast konum.
Litarefni í handritum
Giulia Zorzan doktorsnemi mun halda fyrirlestur um litarefni í handritum.
Nánar um fyrirlesturinn sem verður haldinn á ensku:
Pigments in manuscripts
This lecture will examine the material aspects of medieval book production, focusing on the main colourants used to decorate and enhance the texts in manuscripts. Drawing on recent non-invasive chemical analyses of selected Icelandic manuscripts (some of which are on display in the World in Words Exhibition), the lecture will present new insights into the dyes and pigments available to Icelandic scribes and artists in the Middle Ages. The findings indicate that, while possible local materials such as earths and lichens were utilised, Icelandic craftsmen also relied heavily on imported materials. Significantly, some of these were of considerable value and were available in Europe through extensive trading routes extending to the East, such as the expensive lapis lazuli used to obtain the so-called “ultramarine blue”.