Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu vikuna 16. til 24. nóvember 2024. Þá gefst fólki kostur á að sjá fjölmörg íslensk handrit sem geyma ómetanlegan menningararf okkar.
Þriðjudaginn 12. nóvember verður rafræn útgáfa á Konungsbók eddukvæða kynnt í bókasafni Eddu. Útgáfan er hluti af nýrri röð rafrænna textaútgáfna sem Árnastofnun á Íslandi og Árnasafn í Kaupmannahöfn standa að.
Neskirkja minnist Hallgríms Péturssonar á 350 ára ártíð hans með tónleikum. Að þeim loknum flytur Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, erindi.
Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt og doktorsnemi við Íslensku- og menningardeild HÍ, flytur opinn fyrirlestur um ítalska þýðingu sína á þjóðsögum úr safni Jóns Árnasonar.