Klippimyndasmiðja undir stjórn Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur.
Í fjölskyldusmiðjunni sunnudaginn 26. október býðst börnum og fullorðnum að setja saman eigin klippimyndir úr alls kyns pappírsúrklippum, m.a. gömlum veggspjöldum sem sýna myndir úr handritunum.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, teiknari og rithöfundur. Hún hefur unnið á skapandi hátt með norræna goðafræði og átt þátt í því að endurskapa þennan spennandi heim, m.a. með því að nota aðferðir samklipps.
Kristín Ragna hefur hlotið Dimmalimm − Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang. Annars vegar fyrir bókina Hávamál sem hún vann ásamt Þórarni Eldjárn og hins vegar Örlög guðanna sem var samvinnuverkefni hennar og Ingunnar Ásdísardóttur. Í þessum verkum teflir Kristín Ragna saman málverki, teikningu og samklippi svo úr verður hrífandi heimur.
Tökum upp skærin og búum til okkar eigin listaverk í haustfríinu!
Viðburðurinn fer fram í safnkennslustofunni Sögu á 1. hæð og stendur yfir frá kl. 14 til 16.

