Í tilefni af 150 ára ártíð Bólu-Hjálmars (1796−1875) standa Þjóðminjasafn Íslands og Árnastofnun fyrir málþingi um hið þekkta alþýðuskáld.
Málþingið fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á 1. hæð safnsins laugardaginn 25. október og hefst kl. 13.
Á málþinginu verður fjallað um æviferil Bólu-Hjálmars og fjölbreytt lífsverk hans en auk þess að vera eitt mesta alþýðuskáld þjóðarinnar safnaði hann þjóðlegum fróðleik og lagði stund á útskurð. Á milli dagskráratriða munu félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða vísur eftir Bólu-Hjálmar við kvæðalög sem varðveist hafa meðal afkomenda hans.
Erindi flytja Sigríður Sigurðardóttir, Þórður Helgason, Haukur Þorgeirsson, Halldór Júlíusson, Rósa Þorsteinsdóttir og Kristján B. Jónasson. Ævar Kjartansson stjórnar málþinginu.
Mynd: Navaro, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=27766989