Skip to main content

Viðburðir

Væringjar í austurvegi

21. október
2025
kl. 12–13

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavik
Ísland

Sverrir Jakobsson flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Heimur í orðum. 

Norrænir menn sem börðust fyrir rómverska keisarann í Miklagarði (Konstantínópel) eru kallaðir væringjar í ýmsum þekktum Íslendingasögum, s.s. Laxdælasögu og Njálssögu.

Hér verður fjallað um það hvenær væringjar urðu til og hvernig þeir voru skilgreindir á ýmsum menningarsvæðum. Einnig verða athugaðar ýmsar staðalmyndir af væringjum sem finna má í íslenskum miðaldabókmenntum.

2025-10-21T12:00:00 - 2025-10-21T13:00:00