Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Úlfar Bragason

Úlfar Bragason

prófessor emeritus

Úlfar Bragason, prófessor emeritus, hóf störf árið 1988 á Stofnun Sigurðar Nordals, sem var ein þeirra fimm stofnana sem urðu að sameinaðri Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2006. Úlfar gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals 1988–2006 en við sameininguna varð hann stofustjóri alþjóðasviðs nýrrar Árnastofnunar. Úlfar byggði upp starfsemi Stofnunar Sigurðar Nordals, sem sett var á fót 1986, vann að því að húsið Þingholtsstræti 29 yrði endurgert í upprunalegri mynd og kom stofnuninni þar fyrir. Úlfar skipulagði námskeið stofnunarinnar í íslensku máli og menningu og fjölda málþinga og ráðstefna um íslensk fræði og stjórnaði þeim. Sem fulltrúi í Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis og skrifstofustjóri nefndarinnar 2005–2014 hefur Úlfar tekið þátt í að skipuleggja ráðstefnur um kennslu Norðurlandamála víða í Evrópu og málþing í Asíulöndum og stutt Norðurlandafræði víða í heiminum. Úlfar sat í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá upphafi til 2014. Hann var formaður úthlutunarnefndar Styrkja Snorra Sturlusonar frá 1992–2018. Undarfarin ár hefur Úlfar einkum unnið að málefnum kennslu í íslensku við erlenda háskóla, starfsemi Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, skipulagningu sumarnámskeiða stofnunarinnar í íslensku sem öðru máli, samstarfi á vegum Rannsóknarstofu í íslensku sem öðru máli og að verkefninu Icelandic Online. Úlfar hefur annast ritstjórn margra rita og var í ritstjórn Griplu á árunum 2007–2009 og 2016. Úlfar sat í útgáfunefnd stofnunarinnar frá upphafi til 2019. Rannsóknir Úlfar hafa beinst að íslenskum miðaldabókmenntum, einkum samtímasögum, og að flutningum Íslendinga til Vesturheims á 19. öld.

Ritaskrá (IRIS)

Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
Stofustjóri alþjóðasviðs, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2006–2019
Skrifstofustjóri Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, 2005–2014
Forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, 1988-2006
Gistilektor í norsku og norrænu við University of Chicago, 1986-1987
Kennari í íslensku máli og bókmenntum og íslenskri sögu:

1981–83. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.
1980–81. Verslunarskóli Íslands.
1979–80. Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
1973–74. Menntaskólinn á Akureyri.

Stundakennari:

1988–2018. Háskóli Íslands (einkum á sumarnámskeiðum). Íslensk menning, einkum bókmenntir, fornar og nýjar
1983–1984. University of California, Berkeley. Norska.
1978. Studentersamfundets Fri Undervisning, Ósló. Íslenska.
Stjórnarseta:

2008–2018. Fulltrúi Íslandsdeildar í stjórn Nordic Association for Canadian Studies (NACS).
2007–2018. Fulltrúi Íslands í NORDKURS–nefndinni. Formaður 2011-2013.
2004–2018. Formaður samráðsnefndar Stofu Sigurðar Nordals og hugvísindadeildar um íslenskukennslu erlendis.
BA í íslensku og sagnfræði, Háskóla Íslands 1974
Mag.art. í almennri bókmenntafræði, Universitetet i Oslo 1979
Ph.D. í Norðurlandafræðum, UC Berkeley 1986
Rannsóknarsvið: Íslenskar miðaldabókmenntir, einkum samtíðarsögur; flutningur Íslendinga til Vesturheims í lok 19. aldar; íslensk menning

Fyrri störf

Stofustjóri alþjóðasviðs, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2006–2019
Skrifstofustjóri Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, 2005–2014
Forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, 1988-2006
Gistilektor í norsku og norrænu við University of Chicago, 1986-1987
Kennari í íslensku máli og bókmenntum og íslenskri sögu:

1981–83. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.
1980–81. Verslunarskóli Íslands.
1979–80. Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
1973–74. Menntaskólinn á Akureyri.

Stundakennari:

1988–2018. Háskóli Íslands (einkum á sumarnámskeiðum). Íslensk menning, einkum bókmenntir, fornar og nýjar
1983–1984. University of California, Berkeley. Norska.
1978. Studentersamfundets Fri Undervisning, Ósló. Íslenska.
Stjórnarseta:

2008–2018. Fulltrúi Íslandsdeildar í stjórn Nordic Association for Canadian Studies (NACS).
2007–2018. Fulltrúi Íslands í NORDKURS–nefndinni. Formaður 2011-2013.
2004–2018. Formaður samráðsnefndar Stofu Sigurðar Nordals og hugvísindadeildar um íslenskukennslu erlendis.

Námsferill

BA í íslensku og sagnfræði, Háskóla Íslands 1974
Mag.art. í almennri bókmenntafræði, Universitetet i Oslo 1979
Ph.D. í Norðurlandafræðum, UC Berkeley 1986

Rannsóknir

Rannsóknarsvið: Íslenskar miðaldabókmenntir, einkum samtíðarsögur; flutningur Íslendinga til Vesturheims í lok 19. aldar; íslensk menning