Birtist upphaflega í september 2010.
Allnokkur örnefni á Íslandi eru kennd við nautgripi, t.d. Bolalækur, Nauteyri, Tarfshóll, Tuddagjá, Uxahryggir, Yxnatunga, Þjórsá, öxney. Deildar meiningar eru að vísu um hvort fyrri liðurinn í Þjórsá vísi til nautgripa eða sé annarrar merkingar. Örnefnið með Yxn- og Öxn- hafa nokkra sérstöðu í þessum hópi. Þau eru af einni rót, þeirri sömu og er í nöfnum með Uxa-, og eru bæði safnheiti, vísa til margra eintaka af sömu tegund.