Mál og málnotkun
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sinnir máltækniverkefnum, orðfræði- og nafnfræðirannsóknum, ráðgjöf og leiðbeiningum um málfarsleg efni og stuðlar að aukinni þekkingu á íslenskri tungu, eflingu hennar og varðveislu.
Íslensk orð
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býr yfir miklum söfnum um íslenskan orða- og nafnaforða. Til að koma orðaforðanum á framfæri hafa verið gefnar út prentaðar og rafrænar orðabækur. Orðabækurnar eru ýmist ein- eða tvímála og gjarnan unnar í samstarfi við aðra. Stofnunin hefur einnig yfir að ráða viðamiklum textasöfnum sem nýta má í máltækniverkefni. Auk þessa eru margvísleg gagnasöfn um íslensku aðgengileg á vef stofnunarinnar.
málið.is
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
Nýyrðavefurinn
ÍSLEX - tvímála orðabók
Málrækt
Starfsmenn stofnunarinnar veita ráð og leiðbeiningar um málfarsleg efni í tölvupósti (netfang: malfarsradgjof [hjá] arnastofnun.is) eða símleiðis í síma 830 3441 á milli kl 10.30 og 11.30 virka daga.
Oft eru svör auðfundin á vef stofnunarinnar, hér á síðunni eru nokkrir gagnlegir tenglar. Á vefgáttinni málið.is má svo fletta upp í mörgum gagnasöfnum á einum stað.
Oft eru svör auðfundin á vef stofnunarinnar, hér á síðunni eru nokkrir gagnlegir tenglar. Á vefgáttinni málið.is má svo fletta upp í mörgum gagnasöfnum á einum stað.
Nöfn – örnefni
Starfsmenn á stofnuninni svara fyrirspurnum um örnefni og nöfn almennt. Einnig er veitt ráðgjöf fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki um söfnun, skráningu og varðveislu örnefna og jafnframt um nýjar nafngiftir. Erindi er hægt að senda á netfangið nafn [hjá] arnastofnun.is eða beint til starfsmanna nafnfræðisviðs.
Í örnefnasafni stofnunarinnar eru geymdar skrár um örnefni á flestum jörðum á Íslandi. Hluti safnsins er aðgengilegur í gagnasafninu Sarpi.
Stefnt er að því að útbúa gagnagrunn og vefgátt – nafnið.is – til að bæta aðgengi að safninu fyrir almenning og fræðimenn. Nýlega veitti RANNÍS styrk til verkefnisins og hefst vinna við það á árinu 2019.
Í örnefnasafni stofnunarinnar eru geymdar skrár um örnefni á flestum jörðum á Íslandi. Hluti safnsins er aðgengilegur í gagnasafninu Sarpi.
Stefnt er að því að útbúa gagnagrunn og vefgátt – nafnið.is – til að bæta aðgengi að safninu fyrir almenning og fræðimenn. Nýlega veitti RANNÍS styrk til verkefnisins og hefst vinna við það á árinu 2019.
Ættarnöfn á Íslandi
Bæjatal
Örnefnasafn í Sarpi
Örnefnasjá Landmælinga Íslands
Máltækni
Stofnunin annast hagnýt og fræðileg verkefni á sviði máltækni með því markmiði að styðja málrannsóknir, orðabókagerð og þróun máltæknibúnaðar. Afrakstur slíkra verkefna nýtist bæði innan og utan stofnunarinnar. Á meðal verkefna sem heyra undir máltækni eru Risamálheildin sem er málfræðilega markað safn íslenskra texta. Stofnunin rekur landsskrifstofu CLARIN (Common Language Resources and Technology).