Skip to main content

Orðfræði

Orðfræði
Á orðfræðisviði eru stundaðar rannsóknir í íslenskri málfræði, orðabókafræði og máltækni. Málrannsóknir á sviðinu beinast einkum að orðfræði þar sem orð og orðaforði eru í brennidepli. Sviðið annast söfn Orðabókar Háskólans, bæði varðveislu þeirra og margvíslega úrvinnslu úr efniviðnum, og þar er jafnframt unnið að frekari heimildasöfnun um orð og notkun þeirra í rituðu og töluðu máli og þróun nýrra aðferða við efnisöflun og úrvinnslu.

Stofnunin er í forystu um nýjungar í orðabókagerð og þar er miðstöð orðabókarfræði á Íslandi. Starfsmenn orðfræðisviðs búa yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði og vinna að þróunarstarfi og hagnýtum verkefnum á sviði orðabókagerðar auk rannsókna. Náin tengsl eru á milli orðabókagerðar og máltækni og á stofnuninni eru unnin hagnýt og fræðileg máltækniverkefni sem styðja málrannsóknir og orðabókagerð. Afrakstur þeirra nýtist bæði innan og utan stofnunarinnar.