Skip to main content

Málrækt

Málrækt
Viðfangsefni málræktarsviðs lúta annars vegar að málrækt almennt og hins vegar að sérhæfðum orðaforða. Sviðið sinnir lögbundinni þjónustu af hálfu stofnunarinnar við Íslenska málnefnd.
Starfsmenn málræktarsviðs veita almenningi og sérfræðingum málfarsráðgjöf og leiðbeiningar um vandað mál, réttritun, orðmyndun, íðorðastarf og fleira og aðstoða við útgáfu orðaskráa í sérgreinum. Þeir ritstýra m.a. Stafsetningarorðabókinni, Málfarsbankanum, Nýyrðavef stofnunarinnar, Íðorðabankanum, ritröðinni Íðorðarit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Málfregnum, auk þátttöku í ritstjórn vefgáttarinnar málið.is.
Starfsemi tengd málrækt