Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Ráðgjöf

Málfarsráðgjöf
Málræktarsvið veitir málfarsráðgjöf og leiðbeiningar um vandað mál, réttritun, orðmyndun og fleira.
Spurningar um málfar skal senda á netfangið malfarsradgjof [hjá] arnastofnun.is. Einnig má hringja í síma 525 4430.

Mjög oft er hægt að finna svörin á vefsíðum stofnunarinnar og hér fyrir neðan eru nokkrir gagnlegir tenglar. Einnig má benda á Handbók um íslensku, gagnlegt rit sem unnið var að á stofnuninni.

Á vefgáttinni málið.is má fletta upp í mörgum gagnasöfnum á einum stað.
Örnefnaráðgjöf
Stofnunin veitir ráðgjöf til almennings og stofnana um söfnun, skráningu og varðveislu örnefna og jafnframt um nýjar nafngiftir.

Fólk í nærumhverfi á jafnan frumkvæði að nýjum örnefnum. Til dæmis gera eigendur eða ábúendur jarða tillögur að nöfnum á býlum og nýjum náttúrufyrirbærum og nefndir á vegum sveitarfélaga tillögur að nýjum nöfnum á götum og torgum. Ráðgjöf stofnunarinnar miðar að því að nafngiftir samræmist markmiðum laga um örnefni sem meðal annars lúta að varðveislu nafngiftahefða.

Hægt er að hafa samband um netfangið nafn [hjá] arnastofnun.is eða beint við starfsmenn nafnfræðisviðs.
Fyrirspurnir um örnefni og önnur nöfn
Starfsmenn nafnfræðisviðs svara fyrirspurnum um örnefni, mannanöfn og annað sem tengist nafnfræði.

Á vef stofnunarinnar eru fjölmargir pistlar um örnefni og annað nafnfræðilegt efni. Einnig eru birt eldri svör við spurningum um örnefni.

Leitarvél vefsins leitar í öllu þessu efni og áður en fyrirspurn er send er rétt að athuga hvort ekki sé þegar búið að svara spurningunni.

Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið nafn [hjá] arnastofnun.is eða beint til starfsmanna sviðsins.