Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Orðfræði og orðasöfn

Orðfræði og orðasöfn
BÍN
Beygingalýsing íslensks nútímamáls er safn beygingardæma þar sem leita má að orðum og einstökum beygingarmyndum orða, þ.m.t. mannanöfnum. Í safninu eru nú tæplega 260 þúsund beygingardæmi.
Íslensk nútímamálsorðabók
Íslensk nútímamálsorðabók hefur að geyma 50.000 uppflettiorð með íslenskum skýringum. Þetta er veforðabók sem byggir á sama grunni og ISLEX- og LEXIA-orðabækurnar og hún er eitt þeirra verka sem eru aðgengileg í gegnum vefgáttina málið.is.
ISLEX-orðabókin
ISLEX er margmála veforðabók milli íslensku annars vegar og dönsku, finnsku, færeysku, norsku (bókmáls og nýnorsku) og sænsku hins vegar.
Stafsetningarorðabókin
Stafsetningarorðabókin er hin opinbera réttritunarorðabók um íslensku. Aðgangur að henni er á vefgáttinni málið.is.
LEXIA - Íslensk-frönsk veforðabók
LEXIA er íslensk-frönsk orðabók með um 50.000 orðum. Þetta er samstarfsverkefni milli Árnastofnunar og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Verkið er enn í vinnslu en er þó opið til uppflettingar.
Íslenzk-rússnesk orðabók (1962)
Íslenzk-rússnesk orðabók eftir Valeríj P. Bérkov er frá 1962 og hefur verið gerð tölvutæk.
Íðorðabanki Árnastofnunar
Í Íðorðabankanum eru fjölmörg sérfræðiorðasöfn, til dæmis í læknisfræði, rafmagnsverkfræði, efnafræði og stjórnmálafræði. Hægt er að leita að íslensku eða erlendu hugtaki og fá þýðingu þess á öðru máli. Í sumum söfnum eru einnig sýndar skilgreiningar hugtaka.
Íslenskt orðanet
Íslenskt orðanet er rannsóknarverkefni sem unnið er að á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er í því fólgið að sundurgreina og flokka íslenskan orðaforða eftir merkingareinkennum orðanna.
Málfarsbanki Árnastofnunar
Í Málfarsbankanum (malfar.arnastofnun.is) er hægt að slá inn leitarorð sem lúta að málnotkun og finna úrlausnir sem teknar hafa verið saman. Aðgangur að Málfarsbankanum er einnig á vefgáttinni málið.is.
Ritmálssafn
Safnið spannar tímabilið frá 1540 til nútímans. Gagnasafnið geymir upplýsingar um öll orð í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans auk notkunardæma um flest þeirra. Auk þess eru þar upplýsingar um heimildirnar sem dæmin eru sótt til. Alls eru í safninu yfir 600 þúsund uppflettiorð og dæmafjöldinn er um 2 milljónir.
Nýyrðabankinn
Á vefnum er hægt að fletta í nýyrðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Almenningur getur sent inn nýyrði eða tillögur að þeim til stofnunarinnar og tekið þátt í umræðu um þau.
Orðasambönd
Orðasambandaskráin er unnin upp úr tölvuskráðum notkunardæmum úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans sem spanna íslenskar ritheimildir allt frá miðri 16. öld. Í skránni birtist fjölbreytileg mynd af notkun einstakra orða í föstum samböndum og í dæmigerðu samhengi við önnur orð.
Basknesk-íslensk orðasöfn
Hér eru ljósmyndir af fjórum basknesk-íslenskum orðasöfnum. Þau voru sennilega samin á 17. öld þegar baskneskir hvalveiðimenn sóttu á Íslandsmið. Elstu handritin eru frá um 1700 en hin tvö eru frá miðri 18. öld og fyrri hluta 19. aldar. Það síðastnefnda er aðeins útdráttur úr lengra safni.
Orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
Orðabók Jóns Ólafssonar var samin á árunum 1734-1779 en hefur aldrei verið gefin út. Orðabókin er merkileg heimild um orðaforða og málfar 18. aldar.
Íslensk-japönsk orðabók
Á undanförnum árum hafa samskipti milli Íslands og Japans farið ört vaxandi. Fjöldi Japana hefur sýnt áhuga á íslensku máli og menningu. Japanska hefur lengi vel verið næst vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands og nokkrir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa boðið nemendum sínum upp á byrjendanámskeið í tungumálinu. Þrátt fyrir þetta eru enn ekki til tvímála orðabækur milli íslensku og japönsku.