Search
Íslensk málnefnd 50 ára
Íslensk málnefnd á 50 ára afmæli 30. júlí 2014. Á vefsíðu nefndarinnar, íslenskan.is, má lesa grein um sögu hennar eftir Guðrúnu Kvaran, formann Íslenskrar málnefndar. Sjá hér.
NánarHandritasyrpa til heiðurs Sigurgeiri
Út er komin bókin Handritasyrpa, rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013. Í bókina skrifa vinir og samstarfsmenn Sigurgeirs greinar sem allar fjalla um handrit á einn eða annan hátt. Ritstjóri er Rósa Þorsteinsdóttir en með henni í ritnefnd voru Guðvarður Már Gunnlaugsson og Margrét Eggertsdóttir.
NánarSturla, alþjóðleg ráðstefna
Dagana 27.–29. nóvember verður haldin alþjóðleg ráðstefna i Reykjavík til heiðurs Sturlu Þórðarsyni, skáldi og sagnaritara, en í sumar voru 800 ár liðin frá fæðingu hans. Dagskráin verður mjög fjölbreytt þar sem fjallað verður um rit og skáldskap Sturlu og einnig samtíma hans á Íslandi og í Noregi. Meðal 21 fyrirlesara eru Roberta Frank, R. I.
NánarMatur og menning
Ísland er í brennidepli í þættinum „Anne og Anders på sporet af det tabte land˝ (3:4) þar sem fjallað er um mat og menningu hér á landi. Þáttastjórnendur kynna sér íslenska menningu, skoða náttúruna og elda mat úr íslensku hráefni. Annar stjórnendanna, Anders, ræðir m.a. við Vigdísi Finnbogadóttur (á 15.
Nánar