Search
Niðurstöður 10 af 3169
Handritin í Kaupmannahöfn
Í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar hefur verið opnuð sýning í háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn með myndum af handritum Árna í Den Arnamagnæanske Samling. Sýningin er á vegum Nordisk Forskningsinstitut og verður opin alla virka daga fram til 13. nóvember, fæðingardags Árna Magnússonar.
NánarNýr formaður og varaformaður
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Þorstein Pálsson formann stjórnar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Katrínu Jakobsdóttur varaformann. Þorsteinn er menntaður lögfræðingur og fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra. Katrín er bókmenntafræðingur, alþingismaður og fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra.
Nánar