Skip to main content

Fréttir

Prentlist og Passíusálmar í Hallgrímskirkju

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Listvinafélag Hallgrímskirkju bjóða á opnun sýningarinnar Prentlist og Passíusálmar laugardaginn 24. mars kl. 14.00.

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið prentaðir 87 sinnum. Fyrsta útgáfa þeirra leit dagsins ljós á Hólum í Hjaltadal árið 1666 og síðast voru þeir prentaðir í Reykjavík árið 2009. Hefur varla nokkurt annað bókmenntaverk verið prentað jafnoft á íslenska tungu.

Á sýningunni er stiklað á stóru gegnum útgáfusögu Passíusálmanna. Einkum eru sýndar myndir af titilsíðum en einnig bent á ýmislegt sem athyglisvert er við mismunandi útgáfur og prentanir, t.d. leturgerð, uppsetningu sálmanna og þróun titilsíðutexta.

Hönnun sýningar og textagerð: Þórunn Sigurðardóttir
Útlitshönnun: Ólafur Engilbertsson, Sögumiðlun ehf.
Umsjón með hljóðdæmum: Rósa Þorsteinsdóttir
Þýðing á ensku: Margaret Cormack
Sýningarstjóri: Emilía Sigmarsdóttir

Veitingar

Sýningin er styrkt af Vesturbæjarútibúi Landsbanka Íslands við Hagatorg.