ISLEX styrkt um tvær og hálfa milljón
ISLEX veforðabókin hlaut 16.000 evru styrk úr Nordplus-áætluninni til að kynna verkefnið á árinu 2011, með því að gert verði kynningarefni og haldnar opnunarathafnir í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
NánarISLEX veforðabókin hlaut 16.000 evru styrk úr Nordplus-áætluninni til að kynna verkefnið á árinu 2011, með því að gert verði kynningarefni og haldnar opnunarathafnir í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
NánarErindi sem flutt voru á ráðstefnunni Fra kalveskinn til "tölva" hafa verið gefin út á pdf formi. Ráðstefnuritið má nálgast á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis:
NánarGripla er alþjóðlegt fræðitímarit Árnastofnunar á sviði íslenskra og norrænna fræða. Hún hefur komið út frá því skömmu eftir að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku árið 1971; í fyrstu óreglulega en síðar á hverju ári. Greinar eru ýmist á íslensku, öðrum Norðurlandamálum, þýsku, ensku eða frönsku. Útdrættir á ensku fylgja öllum greinum.
NánarMálstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefjast aftur í lok janúar. Þær verða að jafnaði haldnar síðasta föstudag í mánuði kl. 15:30 á Neshaga 16, efstu hæð.
NánarSigurgeir Steingrímsson hefur látið af störfum sem stofustjóri handritasviðs á stofnuninni en mun áfram sinna rannsóknum sínum. Sigurgeir hefur verið stofustjóri sviðsins frá stofnun Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2006 og þar á undan um árabil hægri hönd forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
NánarKristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, kynnti fjölbreytta dagskrá aldarafmælis Háskólan Íslands í Hátíðasal í Aðalbyggingu í morgun.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur sent frá sér Rómverja sögu í nýrri útgáfu Þorbjargar Helgadóttur.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur hlotið tæplega sjö milljóna króna styrk úr Rannsóknarsjóði til að vinna verkefnið: Breytileiki Njáls sögu.
Nánar