Skip to main content

Fréttir

Aldarafmælisvefur Háskóla Íslands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, kynnti  fjölbreytta dagskrá aldarafmælis Háskólan Íslands í Hátíðasal í Aðalbyggingu í morgun.

Heimsþekktir vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, munu halda fyrirlestra, Háskólalestin ferðast um landið með lifandi dagskrá, haldnir verða opnir veffyrirlestrar, starfræktur Bangsaspítali, stúdentar efna til litríkrar dagskrár um ungmenningu, sérfræðingar háskólans í menntamálum heimsækja skóla landsins, vísindamenn bregða sér í hlutverk leiðsögumanna í skipulegum gönguferðum, opið hús verður í Háskóla Íslands og efnt verður til samstarfs við menningarstofnanir og söfn.

Í boði verða einnig örnámskeið, vísindasýningar, gosafmæli, tónleikar, knattspyrnumót, sjónvarpsþættir, nýsköpunardagar, útvarpsdagskrá, sögusýningar, alþjóðlegar ráðstefnur, háskólahlaup, danskennsla, tjaldspjall á Austurvelli, sýndarréttarhöld og ótal margt fleira. Þá verður gefin út aldarsaga Háskóla Íslands og efnt til umræðu um helstu áskoranir 21. aldarinnar á sérstöku hátíðarmálþingi.

Dagskrá afmælisársins er að finna á nýjum afmælisvef Háskóla Íslands. Þar er einnig að finna söguás með vörðum og ljósmyndum úr hundrað ára sögu Háskóla Íslands.