Málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefjast aftur í lok janúar. Þær verða að jafnaði haldnar síðasta föstudag í mánuði kl. 15:30 á Neshaga 16, efstu hæð.
Gert er ráð fyrir fjórum málstofum á þessu misseri. Í janúar talar Rósa Þorsteinsdóttir um skráningu og miðlun þjóðfræðaefnis og í febrúar ætlaði Svanhildur Óskarsdóttir að fjalla um Eglu á 17. öld en af óviðráðanlegum orsökum hefur þeirri málstofu verið frestað fram í apríl. Engin málstofa verður í mars vegna Hugvísindaþings sem verður óvenju viðamikið að þessu sinni og eins og endranær munu ýmsir fræðimenn á stofnuninni eiga þar hlut að máli. Í málstofu aprílmánaðar mun Sigrún Helgadóttir fjalla um Markaða íslenska málheild og í maí ræða þeir Vésteinn Ólason, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Haraldur Bernharðsson um rafrænar útgáfur fornrita.
Málstofur á vormesseri:
- 28. janúar: Rósa Þorsteinsdóttir fjallar um skráningu og miðlun þjóðfræðaefnis
- 8. apríl: Svanhildur Óskarsdóttir fjallar um Eglu á 17. öld
- 29. apríl: Sigrún Helgadóttir segir frá Markaðri íslenskri málheild (MÍM)
- 27. maí: Vésteinn Ólason, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Haraldur Bernharðsson fjalla um rafrænar útgáfur fornrita