Skip to main content

Fréttir

ISLEX styrkt um tvær og hálfa milljón

ISLEX veforðabókin hlaut 16.000 evru styrk úr Nordplus-áætluninni til að kynna verkefnið á árinu 2011, með því að gert verði kynningarefni og haldnar opnunarathafnir í Reykjavík og Kaupmannahöfn.

ISLEX veforðabókin er unnin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum. Orðabókin er fyrst og fremst ætluð til birtingar á vefnum. Það form býður upp á nýjar aðferðir við framsetningu efnisins, má þar nefna hljóðdæmi, myndskýringar og hreyfimyndir.