Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur hlotið 10.000 evra styrk úr Nordplus-áætluninni til að halda norræna ráðstefnu um málskýrð (klarsprog) í Reykjavík 11.-12. október 2011. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Nordisk Sprogkoordination og þá sem sinna málskýrðarverkefnum í norrænum systurstofnunum Árnastofnunar. Nordisk Sprogkoordination mun jafnframt leggja 50.000 DKK til ráðstefnunnar.