Jónsbókarhandrit Björns Grímssonar málara; GKS 3274 a 4to
GKS 3274 a 4to er með glæsilegustu handritum sem skrifuð voru á Íslandi eftir siðskipti. Það er pappírshandrit sem hefur að geyma Jónsbók og skylt efni, svo sem Réttarbætur og samþykktir Alþingis, Kirkjuskipan Kristjáns þriðja, Ribegreinarnar, Þinghlé Kristjáns þriðja, Hjúskaparlög Friðriks annars og Stóradóm.
Nánar