Óland kortlagt
Ráðstefnan Óland kortlagt – Skáldskapur Eiríks Laxdals í íslensku og alþjóðlegu samhengi verður haldin í Eddu 30. og 31. ágúst 2024.
NánarRáðstefnan Óland kortlagt – Skáldskapur Eiríks Laxdals í íslensku og alþjóðlegu samhengi verður haldin í Eddu 30. og 31. ágúst 2024.
NánarSafndeildir og aðgangur Í safninu eru nokkrar safndeildir og hefur starfsfólk aðgang að eftirfarandi: Edda 1. hæð – Aðalsafn Aðalsafn – Hringur Edda 2. hæð Edda 3. hæð Handbókasafn Háskólagangur (er á 3. hæð)
NánarOrðaforði lifandi mála breytist með tímanum og það á sannarlega við um íslensku, þá tungu sem hefur verið töluð hér óslitið frá landnámi. Sífellt verða til ný orð og önnur hverfa. Í þessum pistli eru tilgreind nokkur dæmi um orð sem ekki eru lengur notuð í málinu.
NánarWatanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda og fræðimanna, en markmið sjóðsins er að styrkja fræðileg tengsl milli Háskóla Íslands og Japan. Einn styrkur kom í hlut starfsmanns Árnastofnunar í ár.
NánarNýlega var orðinu baldakin bætt við Íslenska nútímamálsorðabók í merkingunni ‘hlíf utan um ljósastæði’. Orðið er að finna í ýmsum orðabókum og af því eru til nokkuð mörg ritháttarafbrigði. Í Íslenskri orðsifjabók (1989) eru uppflettimyndirnar baldikin, baldrkinn, baldurskinn saman og merkingin er ‘silkiefni eða -tjald’. Þar er orðið sagt tökuorð úr miðlágþýsku, ‘baldekin’, og þaðan úr fornfrönsku, ‘baldaquin’, „eiginlega ‘efni eða dúkur frá Bagdad’“.
NánarBranislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, og Úlfar Bragason, prófessor emerítus við Árnastofnun, tóku þátt í ársfundi Félags íslenskra fræða í Japan sem var haldinn við háskólann í Matsumoto 25. maí í fertugasta og fjórða sinn.
NánarSéra Ólafur Jónsson, prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.
NánarKontórstingur er útsaumsspor sem notað er í útlínur ýmiss konar. Í ritmálsafni Orðabókari Háskólans eru aðeins þrjú dæmi um orðið, það elsta úr Fjallinu og drauminum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (1944): Frúin Emilía kenndi stúlkunum hannyrðir, kenndi þeim flatsaum og krosssaum, kontórsting og aftursting.
NánarSafnkennari sinnir leiðsögn, miðlun og fræðslu til barna og ungmenna um handritasýningu sem opnuð verður í Eddu í nóvember. Safnkennari er tengiliður stofnunarinnar við skóla, heldur utan um smiðjur og námskeiðahald og annað sem snýr að ungum safngestum.
NánarStofnunin varðveitir gögn af ýmsu tagi, svo sem handrit, kort, hljóðspólur, orðabókarseðla og ljósmyndir af handritum. Safnvörður vinnur í nánu samstarfi við forvörð stofnunarinnar en einnig fræðimenn og handritaljósmyndara hennar.
Nánar