Safndeildir og aðgangur
Í safninu eru nokkrar safndeildir og hefur starfsfólk aðgang að eftirfarandi:
Edda 1. hæð – Aðalsafn
Aðalsafn – Hringur
Edda 2. hæð
Edda 3. hæð
Handbókasafn
Háskólagangur (er á 3. hæð)
Óska þarf eftir efni sem merkt er á eftirfarandi hátt með fyrirvara á bokasafn [hjá] arnastofnun.is:
Þéttiskápar, sérprent (spr.), lokaritgerðir og Hreinn.
Eldri tímarit (fyrir 2016) eru í kjallara. Enn sem komið eru þau ranglega merkt ýmist sem aðalsafn eða Edda 3. hæð. Unnið verður að lagfæringum á árinu 2024.
Útlán
Rit safnsins eru eingöngu til afnota innanhúss.
Nauðsynlegt er að skrá öll útlán.
Starfsfólk getur fengið rit lánuð á sína starfsstöð með því að nota útlánavél á 1. hæð.
Einnig er hægt að fá lánuð rit með því að fylla út eyðublað. Tölvupóstur berst frá leitir.is þegar útlán hefur farið fram. Látið vita ef tölvupóstur berst ekki. Athugið að ef safnið er lokað vegna sumarleyfa er betra að nota útlánavél.
Til að fá rit lánað þarf viðkomandi að vera skráður notandi. Hægt er að senda fyrirspurn á bokasafn [hjá] arnastofnun.is með upplýsingum um nafn og kennitölu til að fá lánþegaaðild að safninu.
Ef útlánavélin virkar ekki (birtir upphrópunarmerki á rauðum fleti) getur ástæðan verið að endurnýja þurfi lánþegakort. Hafið samband við starfsfólk eða sendið póst á bokasafn [hjá] arnastofnun.is utan afgreiðslutíma og notið eyðublað til bráðabirgða.
Skil
Gerið svo vel að skila ritum eingöngu á eftirfarandi staði – alls ekki setja rit aftur í bókahillu.
a) í hillu undir útlánavél á 1. hæð (notið fyrst „skil“ í sjálfsafgreiðsluvél).
b) á bókavagna á 2. og 3. hæð (hjá ljósritunarvélum).
Á leitir.is eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að útbúa stafræn lánþegakort fyrir snjallsíma.
Vinnuaðstaða
Lesborðum er úthlutað skv. reglum.
Hluti vinnuaðstöðunnar er alltaf laus fyrir almenna gesti.
Umsóknareyðublað vegna vinnuaðstöðu á íslensku.
Umsóknareyðublað vegna vinnuaðstöðu á ensku.
Þeir sem ekki eru með íslenska kennitölu þurfa að hafa samband við starfsfólk safnsins.