Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands

""

Miðvikudaginn 5. júní var styrkjum úthlutað úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla íslands en einn styrkur kom í hlut starfsmanns Árnastofnunar.

Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda og fræðimanna, en markmið sjóðsins er að styrkja fræðileg tengsl milli Háskóla Íslands og Japan. Úthlutun fyrir skólaárið 2024–2025 fór fram 5. júní og bárust í ár alls 32 umsóknir.

Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, hlaut styrk til að rannsaka sögulega þróun íslenskukennslu í Japan og til að kortleggja kennslu í íslenskum fræðum við háskóla þar í landi.

Sjá nánar um úthlutanir sjóðsins á vef Háskóla Íslands.