Aravísur. Nýtt afmælisrit frá Mettusjóði
Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa til gamans út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
NánarStarfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa til gamans út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
NánarÁ degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, verður hátíðardagskrá þar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2010 auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls. Dagskráin verður í Landnámssetri Íslands, Brákarbraut 13-15 , Borgarnesi kl. 17-18. Allir eru velkomnir.
Nánar„Málnotkun í íslensku háskólasamfélagi hefur breyst á undanförnum árum og sú þróun hefur því miður oft orðið á kostnað íslenskrar tungu“ segir í ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu árið 2010.
NánarHugmyndin www.handrit.is - rannsóknargrunnur og samskrá um íslensk og norræn handrit hefur hlotið 1. verðlaun í Hagnýtingarsamkeppni Háskóla Íslands 2010. Verðlaunin verða afhent á Háskólatorgi föstudaginn 19. nóvember og hefst athöfnin kl 16.
NánarNafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar laugardaginn 20. nóvember 2010, í stofu N131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl. 13.15. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, cand. mag. í sagnfræði, flytur fyrirlestur sem hann nefnir:
NánarVerðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2010 voru afhent á hátíðardagskrá í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Auk þess voru veittar tvær sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu.
NánarAlþjóðlegt meistaranám í norrænum miðaldafræðum - Nordic Masters Programme in Viking and Medieval Norse Studies hefst við Háskóla Íslands haustið 2012. Námið er á vegum Háskólans í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskólann í Ósló, Háskólann í Árósum og Árnastofnun við Háskólann í Kaupmannahöfn.
NánarÚt er komið ritið Margarítur, hristar Margréti Eggertsdóttur fimmtugri 25. nóvember 2010. Í ritinu eru yfir 30 stuttar en bráðskemmtilegar greinar Margréti til heiðurs.
Nánar