Nafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar laugardaginn 20. nóvember 2010, í stofu N131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl. 13.15.
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, cand. mag. í sagnfræði, flytur fyrirlestur sem hann nefnir:
Nokkur gömul, ný og horfin kennileiti og örnefni á heimajörðum Kópavogskaupstaðar
Sérstakt sveitarfélag, Kópavogshreppur, varð til úr þremur aðskildum landbútum við klofning úr hinum forna Seltjarnarneshreppi árið 1948. Fjallað verður um hvernig saga Íslands speglast í kennileitum og örnefnum á heimajörðum Kópavogskaupstaðar sem stofnaður var 1955. Heimajarðirnar eru Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur og Vatnsendi. Frásögnin verður skýrð með ljósmyndum og teikningum.