Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, verður hátíðardagskrá þar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2010 auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls.
Dagskráin verður í Landnámssetri Íslands, Brákarbraut 13-15 , Borgarnesi kl. 17-18. Allir eru velkomnir.
Dagskrá
- Tónlist (Hanna Ágústa Olgeirsdóttir frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngur og Jónína Erna Arnardóttir leikur undir á píanó)
- Upplestur (Brynjar Björnsson, úr Grunnskóla Borgarfjarðar, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni)
- Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra
- Mennta- og menningarmálaráðherra afhendir tvær viðurkenningar á degi íslenskrar tungu
- Ávörp viðurkenningarþega
- Tónlist (Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Höskuldur Kolbeinsson frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja saman. Með þeim leikur Jónína Erna Arnardóttir á píanó)
- Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent
- Ávarp verðlaunahafa
- Upplestur (Hrund Hilmisdóttir grunnskólanemi í Borgarnesi, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni)
- Dagskrárslit - Veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis