Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í Landnámssetrinu
Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, verður hátíðardagskrá þar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2010 auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls. Dagskráin verður í Landnámssetri Íslands, Brákarbraut 13-15 , Borgarnesi kl. 17-18. Allir eru velkomnir.
Nánar