Skip to main content

Fréttir

Fjögur verkefni fengu styrki úr Þjóðhátíðarsjóði


Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði 2010 vegna ársins 2011 sem jafnframt er síðasta almenna úthlutun sjóðsins samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fjármálaráðuneytis.

Fjögur verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrki.

------------------------------------------------------------------

Ljúka við að tölvusetja um 25.000 seðla með orðadæmum úr kveðskaparmáli frá 16. öld og fram á 20. öld.
Verkefnisstjórar eru Guðrún Kvaran prófessor og Gunnlaugur Ingólfsson, rannsóknardósent á orðfræðisviði.
Styrkurinn er að upphæð 700.000.

Ljúka skráningu handritaflokksins SÁM í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Verkefnisstjóri er Sigurgeir Steingrímsson rannsóknardósent á handritasviði.
Styrkurinn er að upphæð 700.000.

Skanna bréfasafn heimildarmanna Orðabókar Háskólans.
Verkefnisstjóri er Jón Hilmar Jónsson rannsóknarprófessor á orðfræðisviði.
Styrkurinn er að upphæð 600.000.

Færa örnefni af prentuðum myndum í rafrænan grunn þar sem þau varðveitast og eru aðgengileg þeim sem á þarf að halda.
Verkefnisstjóri er Jónína Hafsteinsdóttir deildarstjóri á nafnfræðisviði.
Styrkurinn er að upphæð 400.000. 

------------------------------------------------------------------

Alls bárust 273 umsóknir um styrki úr Þjóðhátíðarsjóði, 59 var úthlutað að þessu sinni. Frekari upplýsingar um styrkina má fá á heimasíðu forsætisráðuneytis: