Á sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár, sem opnuð var í Listasafni Íslands 17. júlí sl. og stendur fram í desember, verða til sýnis nokkur miðaldahandrit úr eigu Árna Magnússonar. Eitt þeirra er Reykjabók Njálu, AM 468 4to, sem talin er rituð um 1300. Handritið er varðveitt í Árnasafni í Kaupmannahöfn en fékkst lánað á sýninguna. Af því tilefni fjallar handritapistill októbermánaðar um Reykjabók Njálu.