Skip to main content

Handritapistlar

Sögur af Sæmundi fróða í AM 254 8vo

AM 254 8vo er handrit sem að mestu er skrifað af Árna Magnússyni sjálfum. Það er 388 blaða pappírshandrit (engin blöð eru númer 244–253 þannig að blaðtalið nær upp í 398), nú í þremur bindum, og hefur að geyma ýmsar minnisgreinar hans um Íslendingabók, athugagreinar um örnefni á Suður- og Vesturlandi og kafla úr Maríu sögu.

Gamli sáttmáli — AM 45 8vo

Handritið AM 45 8vo er lítil lögbók á skinni sem mikið vantar í, en talið er að hún hafi verið skrifuð á síðari hluta 16. aldar. Handritið hefur að geyma brot af Jónsbók á 8 blöðum, en síðan kemur lagalegt efni á 40 blöðum, þ.e. tvær tilskipanir Vilhjálms kardínála í íslenskri þýðingu, Gamli sáttmáli svonefndur í tveimur gerðum, lagaformálar, réttarbót Kristjáns 2.

Hvammsbók Njálu – AM 470 4to

Á sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands má meðal annars sjá fjögur handrit sem geyma Brennu-Njáls sögu. Eitt þeirra er svokölluð Hvammsbók (AM 470 4to), nefnd eftir þeim stað þar sem hún var skrifuð: Hvammi í Dölum. Þar bjuggu á 17. öld hjónin Guðlaug Pálsdóttir og Ketill Jörundsson prestur og prófastur, en þau voru amma og afi Árna Magnússonar handritasafnara.

Njáll á ferð og flugi. Reykjabók Njálu – AM 468 4to

Á sýningunni Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár, sem opnuð var í Listasafni Íslands 17. júlí sl. og stendur fram í desember, verða til sýnis nokkur miðaldahandrit úr eigu Árna Magnússonar. Eitt þeirra er Reykjabók Njálu, AM 468 4to, sem talin er rituð um 1300. Handritið er varðveitt í Árnasafni í Kaupmannahöfn en fékkst lánað á sýninguna. Af því tilefni fjallar handritapistill októbermánaðar um Reykjabók Njálu.

Ormsbók. Hinn norræni goðsagnaheimur – AM 242 fol.

Ormsbók – Codex Wormianus – sem rituð er um 1350, er merkilegt handrit vegna innihalds síns, sögu og varðveislu. Einn þeirra fáu íslensku miðaldahöfunda sem við vitum deili á er Snorri Sturluson (1179−1241). Það rit sem með öruggastri vissu er honum eignað er Edda, sem einnig er nefnd Snorra-Edda – til aðgreiningar frá hinum höfundarlausu eddukvæðum sem áður gengu undir heitinu Sæmundar-Edda.

Staðarhólsbók Grágásar – AM 334 fol.

Staðarhólsbók er í hópi veglegustu skinnhandrita Árnasafns, lagahandrit í arkarbroti (folio) og að líkindum meðal elstu íslensku handrita sem varðveist hafa heil að kalla. Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) tekur henni fram í mikilleik og íburði eitt íslenskra lagahandrita frá miðöldum, en það er yngra handrit.

Möðruvallabók – AM 132 fol.

Möðruvallabók er stærsta varðveitta miðaldasafn Íslendingasagna og þekktasta handrit þeirra. Bókin er talin skrifuð um miðja fjórtándu öld. Í henni eru Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Finnboga saga ramma, Bandamanna saga, Kormáks saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga, Ölkofra saga, Hallfreðar saga vandræðaskálds, Laxdæla saga og Fóstbræðra saga.

Handrit skólakennara?

AM 76 8vo er lítið, óásjálegt pappírshandrit og innihaldið óvíða stórbrotnara en það sem algengt má kalla. Engu að síður er það eitt þeirra handrita í Árnasafni sem mesta athygli hafa vakið.