Skip to main content

Fréttir

Vasulka-Stofa

Á 130 ára afmæli Listasafns Íslands, 16. október, verður Vasulka-Stofa opnuð, og verður þar með undirdeild í safninu. Vasulka-Stofa mun vista gagnasafn vídeólistamannanna, Steinu og Woody Vasulka. Vasulka-Stofa verður jafnframt miðstöð rafmiðlalista á Íslandi.

Sigurðar Nordals fyrirlestur: Helga Kress

Sigurðar Nordals fyrirlestur
Norræna húsinu
14. september kl. 16

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals hinn 14. september gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu. Fyrirlesari að þessu sinni verður Helga Kress prófessor emeritus með erindi sem hún nefnir Um Njálu: Leikhús líkamans.