Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Styrkurinn, sem íslenskir fræðimenn geta sótt um, nemur að þessu sinni, auk ferðakostnaðar, um 25.000 dönskum krónum á mánuði og honum má úthluta í allt að 12 mánuði.
Styrkurinn er einkum ætlaður yngri og framúrskarandi fræðimönnum, sem eru nokkuð á veg komnir með rannsóknarverkefni sín. Styrktímabilið er 3 til 6 mánuðir fyrir hvern styrkþega.
Styrknum fylgir sú kvöð að styrkþegi skili stuttri greinargerð um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina (um 1 A4-síðu) skal senda sem fyrst þegar dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og í síðasta lagi mánuði eftir næstu áramót þar á eftir.
Umsóknum skal fylgja CV með ritaskrá og stutt greinargerð fyrir rannsóknarverkefni (um 1 A4- síða) á dönsku eða ensku ásamt hugsanlegum meðmælum og upplýsingum um laun á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir skal stíla á Den Arnamagnæanske Kommission og senda til Jytte Sander French (jsf@hum.ku.dk), rekstrarstjóra, Nordisk Forskningsinstitut, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S. Umsóknir skulu hafa borist viðtakanda eigi síðar en 15 febrúar 2015.
Sjóður Árna Magnússonar
Sjóður Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat), sem hefur að markmiði að veita íslenskum ríkisborgurum styrk til rannsókna í Árnasafni eða hliðstæðum rannsóknarsöfnum í Kaupmannahöfn, auglýsir hér með styrk fyrir árið 2015 lausan til umsóknar.
Styrkurinn, sem er greiddur út í einu lagi eða skipt í minni upphæðir, er veittur námsmönnum og kandídötum með masterspróf eða sambærilega háskólagráðu, sem sýnt hafa fram á svo mikla þekkingu á norrænni eða íslenskri tungu, sögu eða bókmenntum að vænta megi að þeir inni af hendi verk í einni eða fleiri af þessum greinum sem þyki skara fram úr.
Styrknum fylgir sú kvöð að styrkþegi skili stuttri greinargerð á dönsku eða ensku um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina (um 1 A4-síðu) skal senda sem fyrst þegar dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og í síðasta lagi mánuði eftir næstu áramót þar á eftir.
Umsóknum skal fylgja CV með ritaskrá og stutt greinargerð fyrir rannsóknarverkefni (um 1 A4- síða) á dönsku eða ensku ásamt hugsanlegum meðmælum og upplýsingum um laun á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir skal stíla á Den Arnamagnæanske Kommission og senda til Jytte Sander French (jsf@hum.ku.dk), rekstrarstjóra, Nordisk Forskningsinstitut, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S. Umsóknir skulu hafa borist viðtakanda eigi síðar en 15 febrúar 2015.
Umsókn um báða styrkina
Ef umsækjandi óskar þess að umsóknin verði tekin til greina við úthlutun úr báðum þessum sjóðum skal þess getið. Það er m.ö.o. ekki nauðsynlegt að skrifa tvær umsóknir.