Skip to main content

Fréttir

Handrit í miðborginni

Landnámssýningin við Aðalstræti 16. Mynd fengin af vefnum www.minjavernd.is.

 

Ný sýning á fornum handritum: Landnámssögur – arfur í orðum

Frá 21. mars verður Borgarsögusafn Reykjavíkur með sýningu sem ber heitið Landnámssögur – arfur í orðum. Á þessari sýningu gefur að líta mörg hundruð ára gömul handrit sem rekja sögu fyrstu landnema Íslands. Ein dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar eru handritin sem varðveitt eru hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

[Mynd 3]Það er mikil heiður fyrir safnið að geta boðið gestum að skoða sérvalin handrit sem rekja sögu landnáms í Reykjavík. Með sýningunni gefst jafnframt kærkomið tækifæri til að bera saman þann fróðleik og vitnisburð sem handritin geyma um landnámið við fornleifar sem fundist hafa á svæðinu og sjá má á Landnámssýningunni í sama húsi og varpa þannig áhugaverðu ljósi á þessa merku sögu um upphaf byggðar í Reykjavík. Hönnuður sýningarinnar er Gabríela Friðriksdóttir.

[Kynningartexti fenginn af vef Borgarsögusafnsins]

Sýningin er til húsa á Landnámssýningunni Aðalstræti 16, 101 Reykjavík.

 

Grunnskólanemar á handritasýningu stofnunarinnar í Þjóðmenningarhúsinu.

 

Kjalnesinga saga.