Skip to main content

Fréttir

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi (1915–2015).

 

Í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi birtum við vikulega pistil um konur í tengslum við fræðasvið stofnunarinnar. Sem dæmi má nefna pistla um orð, örnefni, nýyrði, kenningar í skáldskap, skáldkonur, konur í bókmenntum, handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum. Rósa Þorsteinsdóttir ríður á vaðið með pistil sinn um sagnakonuna Sigurlínu Guðbjörgu Valgeirsdóttur en hún fékk kosningarétt 25 ára gömul og gat kosið til Alþingis í fyrsta sinn árið 1927.