Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið og hlutverk sjóðsins er að styrkja málefni sem stuðla að eflingu íslenskrar tungu.
Umsóknarfrestur er til 18. mars 2015.
Styrkir skulu veittir starfsmönnum eða framhaldsnemum við Háskóla Íslands til sérverkefna á vegum skólans á sviði íslenskra fræða er falla að þessu markmiði, s.s. til rannsókna, þróunar, kennslu, þjálfunar, nýmæla eða kaupa á tækjum og búnaði í þágu markmiða sjóðsins. Sérstaklega skal stutt við verkefni er lúta að ritfærni nemenda á öllum fræðasviðum skólans og til að þjálfa þá við að beita íslensku máli. Enn fremur skal stutt við verkefni sem styrkja stöðu íslenskrar tungu í síbreytilegu tækniumhverfi.
Heildarfjárhæð úthlutunar árið 2015 er allt að sjö milljónum króna.
Nánari upplýsingar má fá á vef Háskóla Íslands: Styrkir til eflingar íslenskri tungu.