Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kom 2. febrúar, ásamt fylgdarliði í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lét hann sig ekki muna um að heimsækja allar þrjár starfsstöðvarnar við Laugaveg, á Þingholtsstræti og í Árnagarði við Suðurgötu.
Á Laugavegi skoðaði hann örnefnasafn stofnunarinnar og Grásíðu, sem geymir seðlasöfn sem meðal annars eru grunnur hins viðamikla Ritmálssafns.