Verkefnisstjórn um sýningu í Listasafni Íslands í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands árið 2018 auglýsir eftir sýningarstjóra.
Um er að ræða verkefni á listrænu og sögulegu sviði. Markmið og efni sýningarinnar er að minnast 100 ára fullveldis með því í fyrsta lagi að fjalla um aðdraganda fullveldis og forsendur þess, og í öðru lagi að rekja meginatburði í 100 ára sögu fullveldisins og draga fram lykilatriði í samfélagsþróuninni. Þetta verður gert með því að sýna mikilvæg handrit, skjöl og listaverk sem sýna þessa sögu beinlínis eða tengjast henni með skýrum hætti. Sýningin verður í einum sal í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Hún verður opnuð í júlí á næsta ári og stendur í fimm mánuði.
Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.