Skip to main content

Fréttir

Aðalfundur vinafélags Árnastofnunar

Stjórn Vina Árnastofnunar heldur aðalfund félagsins mánudaginn 13. nóvember 2017 kl. 15.30-16.30 í Norræna húsinu.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf: 

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál

Hægt er að gerast félagi á vefsíðu félagsins.

 

Að aðalfundi loknum verður Árna Magnússonar fyrirlestur á sama stað og hefst kl. 17.

Fyrirlesari þetta árið er Marjorie Curry Woods, prófessor í bókmenntafræði og ensku við háskólann í Austin íTexas.

Marjorie Curry Woods flytur Árna Magnússonar fyrirlestur 2017.

Hún nefnir erindi sitt:

Emotions Between the Lines - Why I Love Ugly Manuscripts.

 

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.