Skip to main content

Fréttir

Vigdís og Gunnar hafa unnið íslenskri tungu mikið gagn

Hefð er fyrir því að á degi íslenskrar tungu veiti mennta- og menningarmálaráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Í ár var Vigdís Grímsdóttir þess heiðurs aðnjótandi en hún hefur í áratugi skrifað bækur af nánast öllu tagi.

Ráðgjafanefnd mælti einnig með því að sérstök viðurkenning í tilefni dagsins yrði veitt Gunnari Helgasyni sem hefur skrifað margar af vinsælustu barnabókum síðustu ára.

Í ráðgjafanefndinni áttu sæti í ár þau Baldur Hafstað, sem veitti nefndinni forstöðu, Guðrún Ingólfsdóttir og Dagur Hjartarson.

Samningur um Orðabók Sigfúsar Blöndals

Íslensk-danskur orðabókarsjóður og Stofnun Árna Magnússonar hafa undirritað samning um að Íslensk-danskri orðabók (Orðabók Sigfúsar Blöndals) verði komið fyrir á vefnum. Vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði við að koma þessu mikla verki í tölvutækt form, og verður það gert leitarbært á sérstakri heimasíðu. Verkið verður fjármagnað af orðabókarsjóðnum og verða ráðnir stúdentar til starfsins.

Íslensk málnefnd verðlaunar Grundaskóla

 

Íslensk málnefnd stóð fyrir málræktarþingi þriðjudaginn 15. nóvember 2017. Yfirskrift þingsins var Ritun í skólakerfinu. Kynnt var ályktun Íslenskar málnefndar um stöðu tungunnar en í ár var sjónum sérstaklega beint að sambandi ungmenna við tunguna. Haldin voru fimm erindi þar sem velt var upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.

Húsfyllir á Árna Magnússonar fyrirlestri

Þegar Árna Magnússonar fyrirlestur var haldinn í fimmta sinn var Marjorie Curry Woods prófessor við Háskólann í Austin í Texas fengin til að segja frá áhuga sínum á ljótum handritum.

Hún flutti fyrirlestur sinn Emotions Between the Lines fyrir fullum sal í Norræna húsinu mánudaginn 13. nóvember 2017. Að fyrirlestri loknum gafst rými fyrir spurningar úr sal og að síðustu var öllum boðið að þiggja veitingar.

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar

Ritun í skólakerfinu – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS

Íslensk málnefnd og MS boða til málræktarþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15.30 undir yfirskriftinni Ritun í skólakerfinu, þar sem velt verður upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.

Verið öll velkomin

 

15.30 Setning

15.35 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2017

​Stofnun Árna Magnússonar hlaut tvo styrki úr máltæknisjóði

Máltæknisjóður veitti 16,9 milljónum í verkefnið Enduruppbygging Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls. Í verkefninu verður smíðaður nýr gagnagrunnur utan um beygingarlýsinguna sem býður upp á nákvæmari greiningu gagnanna. Bætt greining gefur kost á fjölbreyttari nýtingu gagnanna, t.d. við gerð kennsluefnis eða önnur leiðbeinandi not. Þá verður beygingagrunnur til nota í máltækni skilinn frá beygingarlýsingunni og gefinn út sérstaklega og undir öðru nafni. Verkefnisstjóri er Kristín Bjarnadóttir.

Marjorie Curry Woods flytur Árna Magnússonar fyrirlestur

Í ár mun Marjorie Curry Woods flytja fyrirlestur Árna Magnússonar í Norræna húsinu, 13. nóvember kl. 17.

Marjorie Curry Woods er prófessor í ensku og almennri bókmenntafræði — Blumberg Professor of English, Professor of Comparative Literature, and University Distinguished Teaching Professor — við Texas-háskóla í Austin og hefur kennt þar frá árinu 2011.

Aðalfundur vinafélags Árnastofnunar

Stjórn Vina Árnastofnunar heldur aðalfund félagsins mánudaginn 13. nóvember 2017 kl. 15.30-16.30 í Norræna húsinu.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf: 

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál

Hægt er að gerast félagi á vefsíðu félagsins.

Fundur Nafnfræðifélagsins: Friðlandið að Fjallabaki

­Nafnfræðifélagið heldur seinni fræðslufund misserisins laugardaginn 11. nóv. nk. í stofu 202 í Odda, húsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 13.15.

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, flytur erindi sem ber yfirskriftina:

Nafngiftir í Friðlandinu að Fjallabaki.

Afkomandi Wagners skoðar Konungsbækur

Barnabarnabarn óperuskáldsins Richards Wagners, Eva Wagner Pasquier, kom í heimsókn á Árnastofnun föstudaginn 27. október sl. til að skoða Konungsbók eddukvæða og Snorra Eddu, helstu heimildir óperusveigs langafa hennar um Niflungahringinn.