Skip to main content

Fréttir

Nýr forvörður

Vasarė Rastonis hefur verið ráðin forvörður við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Alls sóttu tólf forverðir um starfið, allir erlendir. Fimm umsækjendur voru boðaðir í viðtal sem fór fram gegnum Skype-forritið.

Íslenskunemi og kennari hans spjalla á fjöltyngisráðstefnu

Um næstu helgi verður haldin í Hörpu ráðstefna fyrir fjöltyngda sem ber yfirskriftina Polyglot. Í tengslum við ráðstefnuna stendur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir hraðnámskeiði í íslensku fyrir áhugasama en líklegt er að á ráðstefnunni verði margir sem láta sig ekki muna um að bæta íslensku við langan lista þeirra tungumála sem þeir hafa eitthvert vald á.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir á málstofu
 
Starfsmenn og gestir Árnastofnunar komu saman á málstofu föstudaginn 13. október og fengu innsýn í rannsóknarverkefni sem Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur unnið að með hléum undanfarin ár og er nú langt komin með. 
 
Verkefnið fjallar um elstu lækningar, þróun þeirra og tengsl við alþýðulækningar, galdur, grasalækningar, hómópatíu og nútímalæknisfræði.
Rússnesk heimsókn

Orðfræðisvið Árnastofnunar fékk í vikunni heimsókn frá rússneska sendiráðinu í Reykjavík. Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, kom á Laugaveg 13 og með honum í för voru tveir starfsmenn sendiráðsins, þau Oxana Mikhaylova og Mikhail Zenin. Efni fundarins var kynning orðfræðisviðs á verkefnum sem varða tvær prentaðar orðabækur á milli íslensku og rússnesku, og möguleikar á birtingu þeirra á vefnum.

Nýir styrkþegar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir árlega nokkra erlenda afburðanemendur til náms í íslensku sem öðru máli. Alþjóðasvið Árnastofnunar heldur utan um þessa styrkþega frá umsókn að útskrift. Að þessu sinni voru níu styrkþegar sem hófu nám í haust frá jafnmörgum löndum (Litháen, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Póllandi, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu og Bandaríkjunum). Sex nemendur fengu framhaldsstyrk til áframhaldandi náms. Alls eru hér fimmtán nemendur frá 11 löndum.

Lorenzo Gallo á málstofu


Málstofa með Lorenzo Gallo var haldin föstudaginn 22. september.

 

Lorenzo Lozzi Gallo við Háskólann í Messina á Ítalíu hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði sem styrkþegi Snorra Sturlusonar.

 

Lorenzo er um þessar mundir að rannsaka Íslendingabók og Landnámu og vinnur nú að þýðingu og skýringum þessara verka fyrir ítalska lesendur. Stefnt er að því að útgáfan nýtist bæði fræðimönnum og ítölskum almenningi. Sérstök áhersla verður lögð á frásagnir af kristnitökunni og samband Íslands við önnur Evrópulönd.
 

Málheimar veita innsýn í stöðu tungumála heimsins

Í sumar kom út hjá Háskólaútgáfunni bókin Málheimar eftir Ara Pál Kristinsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ari hefur um áratuga skeið skoðað og starfað í námunda við málstefnur, málstýringu og málrækt og hefur því góða innsýn í marga málheima.
Ari Páll svaraði nokkrum spurningum um útgáfuna.

Sigurðar Nordals fyrirlestur 2017

Sigurðar Nordals fyrirlestur var haldinn við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu 14. september.

 

Fjölmargir gestir komu saman til að hlýða á fyrirlesturinn sem venju samkvæmt var haldinn á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals 14. september. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, flutti fyrirlestur sem bar yfirskriftina Gleymska og geymd á stafrænum tímum.