Skip to main content

Fréttir

Re:Writing er greinasafn um íslenska handritamenningu á miðöldum

Hjá Chronos-útgáfunni kom nýlega út ritið RE:writing. Medial perspectives on textual culture in the Icelandic Middle Ages. Ritstjórar eru Kate Heslop og Jürg Glauser og nutu þau aðstoðar Isabelle Ravizza.


Fjölmargir fræðimenn leggja til greinar í ritið. Þeirra á meðal eru þrír fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor skrifar um „Njáls saga and its listeners' assumed knowledge: applying notions of mediality or medieval text“. Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent skrifar greinina „Saints and sinners. Aspects of the production and use of manuscripts in Iceland in the period 1300-1600“. Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknardósent veltir fyrir sér hversu hratt Flateyjarbók var skrifuð í greininni „The speed of the scribes: how fast could Flateyjarbók have been written?“.

Fjölmargir aðrir fræðimenn skrifa greinar í ritið sem allar fjalla um handritamenningu á Íslandi á miðöldum. 

Hér má finna ritið á vefsíðu útgefanda.