Skip to main content

Fréttir

Opnun ISLEX í Helsinki

 ISLEX var opnað í Helsinki 1. mars 2018.

Úlfar Bragason, Helga Hilmisdóttir, Nina Martola sem tók á móti hópnum frá Íslandi, Halldóra Jónsdóttir, Marjakaisa Matthíasson, Guðrún Nordal og Þórdís Úlfarsdóttir í heimsókn hjá tungumálastofnun Finnlands (Institutet för de inhemska språken).

 

Íslensk-finnska veforðabókin ISLEX var opnuð 1. mars við hátíðlega athöfn í Nordisk kulturkontakt í Helsinki. Dagskráin fór fram á íslensku, finnsku og skandinavísku undir stjórn verkefnisstjóranna Sari Päivärinne og Helgu Hilmisdóttur. Eftir kynningu Halldóru Jónsdóttur og Þórdísar Úlfarsdóttur á verkefninu tóku til máls finnsku þýðendurnir Marjakaisa Matthíasson og Hanna Ampula og sögðu frá þýðingarferlinu. Nina Martola frá Tungumálastofnun Finnlands sagði frá aðkomu sinni að orðabókinni og Guðrún Nordal forstöðumaður ræddi mikilvægi norræns tungumálasamstarfs. Finnsk-íslenski þingmaðurinn Antero Vartia ávarpaði samkomuna á finnsku, íslensku og sænsku og opnaði síðan orðabókina formlega. Mikið fjölmenni var við athöfnina og að dagskrá lokinni tók nýr sendiherra Íslands í Finnlandi, Árni Þór Sigurðsson, til máls og bauð upp á veitingar.

Finnsk-íslenski þingmaðurinn Antero Vartia, Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Finnlandi, og Helga Hilmisdóttir einn af verkefnisstjórum íslensk-finnsku orðabókarinnar ISLEX.