Skip to main content

Fréttir

Máltækni og talgreining

Háskólinn í Reykjavík.

Opinn kynningarfundur um máltækni og opnun nýrrar vefgáttar fyrir talgreiningu var haldinn föstudaginn 27. apríl 2018 í Háskólanum í Reykjavík.

Einn af þeim sem héldu framsögu var Steinþór Steingrímsson, verkefnisstjóri við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann fræddi viðstadda um Risamálheild fyrir íslenskt ritmál sem opnuð verður formlega innan skamms.

Dagskrá:

12.00 Menntamálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir ávarpaði fundinn og opnaði nýja vefgátt fyrir talgreiningu (tal.ru.is)
12.10 Jón Guðnason, dósent við Tækni- og verkfræðideild HR og forstöðumaður Gervigreindarseturs HR: Talgreining fyrir íslensku
12.25 Steinþór Steingrímsson, verkefnastjóri í máltækni, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Risamálheild fyrir íslenskt ritmál
12.40  Inga Rún Helgadóttir, sérfræðingur við Mál- og raddtæknistofu HR: Talgreining á Alþingi

Fundarstjóri: Björgvin Ingi Ólafsson

Að fundinum stóðu Háskólinn í Reykjavík, Almannarómur —  félag um máltækni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Sett inn 25.04.2018