Skip to main content

Fréttir

Góð aðsókn á sumarskóla í handritafræðum

Nemendur heimsóttu safn í Lejre.

Fjöldi umsókna hefur borist frá áhugasömum nemendum í 18 löndum sem óska eftir því að fá að taka þátt í alþjóðlegum sumarskóla í handritafræðum. Sumarskólinn er haldinn til skiptis í Kaupmannahöfn og Reykjavík og fer að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 1.–10. ágúst. Sumarskólinn er samstarfsverkefni Árnastofnananna í Reykjavík og Kaupmannahöfn, Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og koma kennararnir frá öllum þessum stofnunum. Að venju fer kennslan fram á þremur stigum, þ.e. fyrir byrjendur, fyrir lengra komna og svo er þriðji hópurinn svokallaður Master class þar sem þátttakendur spreyta sig á að búa áður óútgefinn texta til útgáfu.

Sett inn 30.04.2018