Steinunn Aradóttir hefur verið ráðin skjalastjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Steinunn lauk cand.mag.-prófi í félagsfræði og landafræði frá Háskólanum í Ósló og síðar MLIS-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún í tíu ár sem skjalastjóri hjá Landmælingum Íslands.
Steinunn er boðin velkomin í starfsmannahóp stofnunarinnar.