Skip to main content

Fréttir

Nordkurs námskeið í Reykjavík

Alþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 32 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík dagana 4.–28. júní. Námskeiðið er allt að 10 ECTS og samanstendur af rúmlega 70 kennslustundum. Auk íslenskunámsins hlýða þeir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi.

Vefsíða um lifandi hefðir á Íslandi

Hjá Stofnun Árna Magnússsonar í íslenskum fræðum er nú unnið að verkefni um óáþreifanlegan menningararf á Íslandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneyti og tengist samningi UNESCO um varðveislu menningarerfða frá árinu 2003 sem öðlaðist gildi hér á landi árið 2006.

Bókmenntasaga Jóns Ólafssonar kemur út í fyrsta sinn á prenti

Bókmenntasaga Jóns Ólafssonar úr Grunnavík er í hópi fyrstu íslensku bókmenntasagnanna og kynnir hún lesendum hugmyndir 18. aldar manna um bókmenntir. 

Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor og Guðrún Ingólfsdóttir fræðimaður hafa frá árinu 2002 unnið að útgáfu á bókmenntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Verkið er komið út og fær nánari kynningu ásamt öðrum bókmenntasögum 18. aldar laugardaginn 8. september kl. 13.30 í Þjóðarbókhlöðunni.

Hátíðarfyrirlestur á lokadegi Fornsagnaþings

Andrew Wawn, prófessor við háskólann í Leeds, flytur hátíðarfyrirlestur á lokadegi 17. alþjóðlega fornsagnaþingsins kl. 9 í Háskólabíói, sal A.

Fyrirlesturinn nefnist Njála in Svarfaðardalur, c. 1773. Fundarstjóri er Natalie van Deusen. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Lífsblómið - salon veggur
Lífsblómið - Fullveldi Íslands í 100 ár

Sýningin Lífsblómið – Fullveldi Íslands í 100 ár opnaði þann 17. júlí síðastliðinn. Hún er samvinnuverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Listasafns Íslands. Auk þess hafa önnur söfn og stofnanir, sem og einkaaðilar, bæði hér á landi og í Danmörku, lánað verk á sýninguna. Sýningunni er ætlað að veita sýn á ýmis átakamál á fullveldistímanum. Á henni má m.a.

Miðaldahandrit í heimsókn

Reykjabók Njálu og Ormsbók komu til landsins frá Kaupmannahöfn þann 5. júlí en bækurnar verða til sýnis í Listasafni Íslands á sýningunni Lífsblómið – Fullveldi Ísland í 100 ár sem opnuð verður almenninga þann 18. júlí næstkomandi.

Bækurnar eru  tvö af merkustu miðaldahandritum Íslendinga og er mikill fengur að fá þær að láni frá Dönum í tilefni sýningarinnar.

Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku 2018

Mánudaginn 2. júlí, hófst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er ætlað erlendum háskólastúdentum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindasvið Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess. Þetta er í þrítugasta og annað skiptið sem slíkt námskeið er haldið.

Fræðslufundur
Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 24. mars 2018, kl. 13.15 í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
Alþjóðlegt fornsagnaþing á Íslandi

Dagana 12.–17. ágúst næstkomandi verður 17. alþjóðlega fornsagnaþingið haldið í Reykjavík og Reykholti. Yfirskrift þess og aðalviðfangsefni er Íslendinga sögur en þess verður einnig minnst í dagskrá þingsins að um þessar mundir eru 900 ár liðin frá upphafi lagaritunar á Íslandi.