Út er komin bókin Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning í ritstjórn Birnu Arnbjörnsdóttur, Höskuldar Þráinssonar og Úlfars Bragasonar. Bókin inniheldur safn greina eftir 20 höfunda. Þær tengjast nýrri rannsókn á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu vesturfaranna, bókmenntir og málþróun vestra. Forseti Íslands skrifar formála.