Skip to main content

Fréttir

Íslensk nútímamálsorðabók birt á vefnum

Íslensk nútímamálsorðabók er ný orðabók sem birtist nú í endurhannaðri vefsíðu. 

Orðabókin er samin á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík og eru ritstjórar hennar Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. Trausti Dagsson sá um uppsetningu á nýja útlitinu. Ein helsta nýjung veforðabókarinnar er − og á það sameiginlegt með norrænu veforðabókinni ISLEX −  að við mörg uppflettiorðanna birtast nú merkingarskyld orð sem e.k. samheiti. Orðabókin er stöðugt í smíðum og er tekið við ábendingum um tengilinn 'Hafa samband' á vefsíðunni.

Hér má sjá dæmi um orðið „virtur" og hér má sjá nútímamálsorðabókina í heild.