Skip to main content

Fréttir

Sumarstarfsfólk Árnastofnunar

Um 50 sumarstarfsmenn og verkefnaráðnir starfsmenn verða á starfsstöðvum Árnastofnunar í sumar. Þeir eru annars vegar á vegum Vinnumálastofnunar og hins vegar Nýsköpunarsjóðs.

nemendur úr Melaskóla
Handritin eru á leið til barnanna með nýju umfangsmiklu verkefni Árnastofnunar

Markmiðið með verkefninu Handritin til barnanna er að auka vitund og áhuga barna á menningararfinum sem býr í íslenskum miðaldahandritum. Árið 2021 verður liðin hálf öld frá því að fyrstu handritunum var skilað frá Danmörku en þau komu með herskipinu Vædderen sem lagðist að bryggju við gömlu höfnina í Reykjavík síðasta vetrardag, 21. apríl 1971. Af því tilefni safnaðist mikill mannfjöldi saman í miðbænum og fagnaði áfanganum. Handritin hafa síðan verið varðveitt á Árnastofnun í Árnagarði við Suðurgötu.

Greinakall − Orð og tunga 23

Frestur til að skila greinahandritum í 23. hefti Orðs og tungu (2021) er til 1. september 2020. Með því að senda inn handrit lýsir væntanlegur höfundur sig samþykkan því fyrirkomulagi að greinin verði birt samtímis á prenti og í rafrænni gerð. 

Vefsíða í kjölfar ráðstefnu um lagahandrit

Í nóvember á síðasta ári var haldin ráðstefna sem bar heitið Íslensk lög í samhengi og var á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Lagastofnunar Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni komu saman sérfræðingar í handritafræðum og miðaldafræðum til þess að skoða Jónsbók og Kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar, lagabækur sem skrifaðar voru í lok þrettándu aldar. Báðir þessir textar voru oft afritaðir, oft í sama handriti, alveg frá lagasetningunni til loka miðalda.

Beeke Stegmann
Styrkveitingar úr RÍM-verkefninu

Beeke Stegmann, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var einn styrkhafa sem hlutu styrk úr RÍM-verkefninu til að rannsaka bókagerð í Helgafellsklaustri á fjórtándu öld. 

Metaðsókn var á vefi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Heimsóknir á vinsælustu vefi Árnastofnunar hafa aldrei verið fleiri en í nýliðnum aprílmánuði. Fjórir vinsælustu vefir stofnunarinnar, BÍN, málið.is, Íslensk nútímamálsorðabók og ISLEX, hafa aldrei verið meira notaðir áður en á þeim voru 1.450 þúsund flettingar í apríl. Það þýðir að u.þ.b. á tveggja sekúndna fresti að meðaltali, allan sólarhringinn og alla daga mánaðarins, fletti einhver upp í þessum vinsælu orðabókavefjum.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar að þessu sinni hærri og fleiri styrkjum til útgáfu, þýðinga á íslensku og úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði. Sjá nánar hér.

Tvö verkefni starfsmanna Árnastofnunar hlutu útgáfustyrk frá miðstöðinni fyrir árið 2020.

Emily Letbridge, Jónína Hafsteinsdóttir og Svavar Sigmundsson fengu styrk til að ritstýra bókinni Nöfn á nýrri öld. 20 pistlar í tilefni af 20 ára afmæli Nafnfræðifélagsins.

Veforðabækur við heimavinnu

Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið þróaðar og gefnar út fjölmargar orðabækur ásamt ýmsum gagnasöfnum. Á vef stofnunarinnar er hægt að finna fjölmörg gagnasöfn sem koma að góðum notum, sér í lagi við þessar aðstæður. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN), Íslensk nútímamálsorðabók, Islex-orðabókin, sem er orðabók milli íslensku og sex norrænna mála, og málið.is eru dæmi um orðabækur og gagnasöfn sem eru þægileg í notkun og ungir sem aldnir geta notað við nám og störf. 

Hér má finna eftirfarandi gagnasöfn:

Mörg þúsund manns hlustuðu á streymisfyrirlestur Gísla Sigurðssonar um fornsögurnar

Á annan í páskum efndi Iceland naturally, markaðssetningarverkefni á íslenskum vörum í Norður-Ameríku, til opins streymisfyrirlesturs með Gísla Sigurðssyni um fornsögurnar á Facebook-síðu sinni. Tæplega 15 þúsund manns fylgdust með öllum fyrirlestrinum og umræðum á eftir í beinni útsendingu og er upptakan af viðburðinum aðgengileg á síðunni (athugið að aðeins notendur Facebook geta hlustað).

Sjá hér.