Skip to main content

Fréttir

Vefurinn nafnið.is formlega opnaður

Föstudaginn 18. desember var nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is, formlega opnaður. Af því tilefni var haldinn svolítill viðburður sem streymt var á netinu. Sagt var frá vinnunni við vefinn og flutt stutt erindi um örnefni. 

Á vefnum má finna gögn um íslensk nöfn af ýmsu tagi. Vefurinn veitir aðgang að örnefnasafni Árnastofnunar sem nú er orðið leitarbært í heild sinni. Verkefnið var unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands.

Á fundinum kynnti Emily Lethbridge verkefnið. Svavar Sigmundsson fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands og prófessor emerítus hélt erindi sem hann nefndi „Staðhættir segja til nafns“. Birna Lárusdóttir, sérfræðingur í rannsóknarstöðu Sigurðar Nordals, hélt erindið „Heimur opnast“ og loks sýndu þeir Trausti Dagsson forritari og Pétur Húni Björnsson starfsmaður nafnfræðisviðs notendaviðmót vefsins.

Hægt er að sjá upptöku frá fundinum hér.