Skip to main content

Fréttir

Spurningaskrá um laufabrauðshefðir

Laufabrauðshefðir eru ómissandi hluti af jólahaldi margra landsmanna og má lesa um þær á vefnum Lifandi hefðir.

Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands leitar nú eftir frásögnum um laufabrauðsgerð og laufabrauðshefðir. Þjóðminjasafn Íslands hefur skipulega safnað heimildum um lífshætti á Íslandi með því að semja spurningaskrár og óska eftir svörum frá fólki. 

Myndina tók Dagný Davíðsdóttir.

Spurningaskráin um laufabrauðshefðir er unnin í samvinnu vefsins um lifandi hefðir, þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins og Dagnýjar Davíðsdóttur meistaranema í þjóðfræði en hún hlaut styrk til verkefnisins frá Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2020. 

Ljósmyndin er af handmáluðum laufabrauðsdiski sem Halldóra Guðmundsdóttir (1927–2018) gerði og færði barnabarni sínu Ásmundi Kristjánssyni. 

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og svara spurningaskránni. Með þátttökunni verður til dýrmæt þekking á laufabrauðshefðum í samtímanum.

Kynnið ykkur málið betur hér.